Íþróttamaður ársins 2015 kynntur í Hörpu í dag
30.12.2015
Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2015. Hófið verður haldið í dag í Hörpu og hefst kl. 18:15.
Dagskráin samanstendur af afhendingu viðurkenninga ÍSÍ til íþróttamanna og íþróttakvenna sérgreina íþrótta og útsendingu Sjónvarpsins þar sem kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2015 verður lýst. Einnig verða tveir einstaklingar útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ.
Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 60. sinn en þjálfari og lið ársins í fjórða sinn.Allir listar eru í stafrófsröð
Íþróttamaður ársins
- Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir
- Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna
- Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund
- Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar
- Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur
- Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna
- Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra
- Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
- Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur
- Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna
Lið ársins
- A-landslið karla í knattspyrnu
- A-landslið karla í körfubolta
- Kvennalið Stjörnunnar í hópfimleikum
Þjálfari ársins
- Alfreð Gíslason
- Heimir Hallgrímsson
- Þórir Hergeirsson