Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ársþing EOC

23.11.2015

Ársþing Evrópusambands Ólympíunefnda - EOC fór fram í Prag dagana 20.-21. nóvember. Fundinn sóttu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri. Á fundinum var farið yfir helstu verkefni EOC á liðnu ári og ársreikningar samtakanna samþykktir. Farið var yfir stöðu á undirbúningi þeirra leika sem framundan eru, svo sem Vetrarólympíuleika ungmenna í Lillehammer og Sumarólympíuleikanna í Ríó, Ólympíuhátíðir Evrópuæskunnar og Evrópuleika. Næstu Evrópuleikar verða haldnir í Rússlandi, að því gefnu að lyfjaeftirlit Rússlands uppfylli skilyrði Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) fyrir þann tíma. Frekari fréttir af aðalfundinum má finna á heimasíðu EOC, www.eurolympic.org

Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ flutti lokaskýrslu um Smáþjóðaleikana 2015 á fundinum. Myndin sem hér fylgir var tekin við það tækifæri.

Næsti aðalfundur EOC verður haldinn í Minsk í Hvíta-Rússlandi.