Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

ANOC World Beach Games í San Diego 2017

30.10.2015

Fyrstu ANOC World Beach Games verða haldnir í San Diego í Bandaríkjunum árið 2017. Heimssamband Ólympíunefnda (ANOC) stendur fyrir leikunum. Forseti ANOC, Sheikh Ahmad Al-Fahad Al-Sabah, hefur barist fyrir tilveru leikanna frá því hann var kosinn. 

Á leikunum mun fara fram keppni í 20-22 íþróttagreinum og íþróttagreinum sem stundaðar eru á ströndinni. Íþróttagreinarnar sem keppt verður í eru meðal annarra hjólabretti, brimbretti og íþróttaklifur, en til stendur að þessar þrjár íþróttagreinar verði hluti af þeim greinum sem keppt verður í á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó. 

San Diego er ein af fimm borgum sem sóttu um að halda leikana, en Sarasota í Bandaríkjunum, Sochi í Rússlandi, Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ónefnd borg í Kína höfðu einnig áhuga.

Fulltrúar leikanna í San Diego hafa undirbúið komu leikanna til borgarinnar vel, en þeir settu meðal annars upp vefsíðu leikanna sem sjá má hér og fésbókarsíða leikanna er hér.

 

 

 

Myndir með frétt