Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Nýr samningur við Flugfélag Íslands

19.10.2015

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Flugfélag Íslands hafa undirritað nýjan samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna. Hækkun á fargjöldum fullorðinna frá fyrri samningi er 2 % en þar sem lækkun varð á eldsneytisgjaldinu þá er samtals lítil sem engin hækkun í krónutölu frá fyrri samningi á þessum fargjöldum. Samningurinn er aðgengilegur hér á vefsíðu ÍSÍ, undir efnisveitu. Athygli er vakin á viðbótarákvæðum í samningnum varðandi þær leiðir sem í boði eru ef ÍSÍ fargjald er ekki fáanlegt.

Á myndinni eru Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Ingi Þór Guðmundsson forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands við undirritun samningsins.

Myndir með frétt