Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Helga Guðrún sæmd Gullmerki ÍSÍ

19.10.2015

49. sambandsþing Ungmennafélags Íslands var haldið í Vík í Mýrdal um helgina. Við setningu þingsins var Helga Guðrún Guðjónsdóttir fráfarandi formaður UMFÍ sæmd Gullmerki ÍSÍ fyrir starf sitt í þágu íþróttahreyfingarinnar. Helga Guðrún hefur gegnt embætti formanns UMFÍ síðastliðin átta ár en þar áður var hún m.a. varaformaður UMFÍ í sex ár, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Ólafsfjarðar og formaður Ungmennafélagsins Geisla í Súðavík.

Það var Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhenti Helgu Guðrúnu Gullmerkið.