Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Málþing - Umfang og hagræn áhrif íþrótta

01.10.2015

Fimmtudaginn 8. október kl. 15:00-17:00 fer fram málþing um umfang og hagræn áhrif íþrótta í samfélaginu. Kynnt verður frumrannsókn á helstu þáttum íþrótta sem hafa efnahagsleg áhrif á samfélagið. Málþingið er haldið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Háskóla Íslands.

Málþingið er ætlað öllum sem láta sig íþróttir og áhrif þeirra í samfélaginu varða. 

Dagskrá:

15:00-15:10 – Opnun málþings
15:10-16:00 – Kynning áfangaskýrslu, Dr. Þórólfur Þórlindsson prófessor og Dr. Viðar Halldórsson lektor
16:00-16:10 – Kaffihlé
16:10-16:40 – Pallborðsumræður, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, Dr. Þórólfur Þórlindsson, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Dr. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands
16:40-17:00 – Fyrirspurnir og umræður úr sal
Dagskrálok

Skráning: skraning@isi.is


Staðsetning:
Laugardalshöll, eystri inngangur