Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Ásdís Rósa kjörin fyrsti formaður Hnefaleikasambands Íslands

30.09.2015

Í dag var Stofnþing Hnefaleikasambands Íslands haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ setti þingið og stýrði því. Með stofnun Hnefaleikasambands Íslands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 31 talsins.

Ásdís Rósa Gunnarsdóttir var einróma kjörin fyrsti formaður sambandsins en aðrir í stjórn eru Árni Stefán Ásgeirsson, Bergþór Hólmarsson, Eyrún Inga Sævarsdóttir, Jónas Heiðar Birgisson, Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir og Stefán Breiðfjörð Gunnlaugsson. Í varastjórn sambandsins voru kjörin þau Rakel Gísladóttir, Berglind Gunnarsdóttir og Sólveig Harpa Helgadóttir.

Í ávarpi Lárusar fór hann yfir það helsta úr sögu ólympískra hnefaleika á Íslandi og starfi Hnefaleikanefndar ÍSÍ. Ásdís Rósa Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður sambandsins ávarpaði einnig þingið. 

Ólympískir hnefaleikar eru nú stundaðir í 6 félögum í 5 íþróttahéruðum og til viðbótar er í farvegi umsókn hnefaleikafélags á Akureyri. Alls eru iðkendur í ólympískum hnefaleikum nú ríflega 730 talsins.  

Myndir með frétt