Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Nýr bæklingur um íþróttir barna og unglinga

03.09.2015

Út er kominn nýr bæklingur um íþróttir barna og unglinga og ber hann heitið Íþróttir – barnsins vegna. Á Íþróttaþingi í apríl 2015 var endurskoðuð stefna um íþróttir barna og unglinga samþykkt og hefur innihald stefnunnar tekið nokkrum breytingum. Mikil áhersla er lögð á að íþróttir eigi að vera fyrir alla, þær þurfi að vera skemmtilegar og leikurinn skipi stóran sess. Barna- og unglingastefnunni til stuðnings hafa Íþróttaboðorðin 10 verið mörkuð, en þau eru:


1. Íþróttir fyrir öll börn
2. Íþróttir byggi upp öfluga einstaklinga
3. Virðum skoðanir barna og unglinga
4. Fjölbreytt íþróttastarf
5. Þjálfun hæfi aldri og þroska
6. Íþróttakeppni með tilliti til aldurs og þroska
7. Íþróttaaðstaða við hæfi
8. Fagmenntaðir þjálfarar
9. Stuðningur foreldra skiptir máli
10. Virðum störf dómara og starfsmanna

  

Bæklinginn má finna hér en einnig er hægt að nálgast hann í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ.