Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Fundur aðalfararstjóra í Ríó

26.08.2015Á dögunum fór fram undirbúningsfundur aðalfararstjóra vegna Ólympíuleikanna í Ríó, sem fara fram í ágúst 2016.

Hefð er fyrir því að ári fyrir Ólympíuleika sé haldinn fundur með fulltrúum allra þjóða þar sem mannvirki eru skoðuð og farið yfir þá fjölmörgu þætti sem snúa að leikunum, s.s. skráningarmál, þátttökurétt, ferðatilhögun, gistimöguleika, öryggismál, miðasölu, dagskrá og margt fleira.

Ólympíuþorpið í Ríó verður hið glæsilegasta og er að stórum hluta tilbúið. Keppnismannvirki eru mörg hver klár, en þó er töluverð vinna eftir á aðal Ólympíusvæðinu.

Ólíkt mörgum Ólympíuleikum verður keppnisvöllur frjálsíþrótta, svokallaður Ólympíuleikvangur, ekki á sjálfu Ólympíusvæðinu og setningar- og lokahátíð fara ekki fram á Ólympíuleikvanginum heldur á hinum glæsilega Maracana knattspyrnuleikvangi.

Nú þegar hafa fjórir íslenskir íþróttamenn, þrír sundmenn og einn keppandi í frjálsíþróttum, náð Ólympíulágmörkum og hefur það ekki gerst áður heilu ári fyrir leika.

Fulltrúar ÍSÍ á fundinum voru þau Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.

Myndir með frétt