Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Tbilisi Georgíu

21.07.2015

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tilnefningar sérsambanda sinna um keppendur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Tbilisi í Georgíu 26. júlí - 1. ágúst n.k. Eftirtaldir munu skipa hópinn sem tekur þátt í verkefninu:

Áhaldafimleikar
Sæunn Viggósdóttir - flokksstjóri
Vladimir Antonov - þjálfari
Daði Snær Pálsson - dómari
Þorbjörg Gísladóttir - dómari
Fjóla Rún Þorsteinsdóttir - einstaklings og liðakeppni
Inga Sigurðardóttir - einstaklings og liðakeppni
Nanna Guðmundsdóttir - einstaklings og liðakeppni

Frjálsíþróttir
Elísabet Ólafsdóttir - flokksstjóri og þjálfari
Bjarki Freyr Finnbogason - 200, 400 m. hlaup
Daði Arnarson - 800 m. hlaup
Hilda Steinunn Egilsdóttir - stangarstökk
Hildigunnur Þórarinsdóttir - 100 m. grindahlaup, langstökk
Styrmir Dan Steinunnarson - hástökk, spjótkast
Þórdís Eva Steinsdóttir - 400 m. hlaup
 
Sund
Ragnheiður Runólfsdóttir - flokksstjóri og þjálfari
Ólafur Sigurðsson - 200, 400, 1.500 m. skriðsund
Stefanía Sigurþórsdóttir - 200, 400, 800 m. skriðsund

Tennis
Raj Bonifacius - flokksstjóri og þjálfari
Björgvin Atli Júlíusson - einliðaleikur, tvíliðaleikur
Daníel Bjartur Siddall - einliðaleikur, tvíliðaleikur
Hekla Maria Jamila Oliver - einliðaleikur, tvíliðaleikur
Sara Lind Þorkelsdóttir - einliðaleikur, tvíliðaleikur

Í fararstjórn á vegum ÍSÍ verða eftirtaldir:

Guðmundur Ágúst Ingvarsson - aðalfararstjóri
Örvar Ólafsson - aðstoðarfararstjóri
Bjarni Már Ólafsson - sjúkraþjálfari

Auk þess munu Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ vera viðstödd leikana. Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ mun vera hópnum til aðstoðar í æfingabúðum sem hópurinn fer í í Bosön í Svíþjóð á leið sinni á leikana.