Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Meistaranám í íþróttastjórnun - námsstyrkur

25.06.2015

Hægt er að sækja um styrk til meistaranáms í íþróttastjórnun við skóla (AISTS) í Lausanne í Sviss, sem Alþjóðaólympíunefndin tók þátt í að stofna árið 2000. Styrkurinn er í boði fyrir afreksíþróttafólk sem er að ljúka ferlinum eða hefur ný hætt. Umsóknarfrestur rennur út 15. ágúst 2015. Styrkurinn er fyrir helmingnum af námsgjöldum við skólann (rúmar tvær milljónir) og þarf viðkomandi að greiða hinn helminginn ásamt fæði og uppihaldi. Námið er 14 mánuðir.

Skólinn AISTS (International Academy of Sport Science and Technology) stendur fyrir Meistaranámi (Masters in Sports Administration) á hverju ári. Skólinn dregur að sér nemendur víðsvegar að úr heiminum, sem hafa sameiginlegan áhuga á að vilja vinna við íþróttastjórnun.

AISTS býður einn styrk til íþróttamanns sem hefur keppt á alþjóðlegum mótum og er að ljúka ferlinum eða hefur ný lokið honum. Hér má sjá hvað þarf til að sækja um: http://www.aists.org/scholarships

Viðkomandi þarf að hafa lokið Bachelor gráðu og er góð ensku kunnátta er mikilvæg. 

Hvetjum við þá sem vilja sækja um þetta að kanna hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna hvort námið sé lánshæft. Þeir sem ætla að sækja um gera það beint í gegnum síðu skólans en ekki í gegnum ÍSÍ.