Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Sundkeppnin hafin á Evrópuleikunum

23.06.2015

Í morgun hófst keppni í sundi á Evrópuleikunum í Bakú.  Keppnin er jafnframt Evrópumeistaramót unglinga í sundi og þar keppa margir af efnilegustu sundmönnum álfunnar.

Ísland á fimm keppendur í sundi á leikunum og kepptu þau öll í morgun.  Fyrstar voru þær Sunneva Einarsdóttir og Bryndís Bolladóttir sem kepptu í 100m skriðsundi.  Bragi Hallssson keppti í 100m baksundi, stúlknasveit okkar sem skipuð var þeim Bryndísi, Sunnevu, Eydísi Kolbeinsdóttur og Hörpu Ingþórsdóttur keppti í 4x100m skriðsundi og loks kepptu þær Sunneva og Harpa í 800m skriðsundi. 

Kári Gunnarsson keppti síðdegis í gær í einliðaleik karla í badminton og tapaði þar fyrir Rússanum Malkov.  Í dag keppa bæði hann og Sara Högnadóttir næstu leiki sína í einliðaleik í badmintoni.

Dagskrá og úrslit íslenska hópsins í dag má finna á http://www.baku2015.com/schedules-results/country=isl/index.html 

Myndir með frétt