Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Keppnisdagur framundan hjá Íslendingum í Bakú

19.06.2015Á morgun laugardag munu þrír Íslendingar keppa á Evrópuleikunum í Bakú í Azerbaijan. Ásgeir Sigurgeirsson hefur keppni kl. 9.00 í fyrramálið að Azerbaijönskum tíma í frískammbyssu karla af 50 metra færi. Hákon Svavarsson tekur þátt í undankeppni leirdúfuskotfimi á sama tíma. Kl. 10.45 er síðan komið að Sigurjóni A. Sigurðssyni, hann keppir í 32 manna útsláttarkeppni með sveigboga. Andstæðingur hans heitir Anton Prilepov og kemur hann frá Hvíta-Rússlandi