Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Öðrum keppnisdegi Íslendinga lokið í Bakú

15.06.2015

Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni á öðrum keppnisdegi okkar fólks á Evrópuleikunum í Bakú. Í dag var seinni dagur í fjölþraut og liðakeppni beggja kynja í áhaldafimleikum. Valgarð Reinhardsson lauk keppni í fertugasta og sjötta sæti með 78,665 stig. Í fjölþraut kvenna var Dominiqua Belányi efst íslensku þátttakendanna þegar hún hafnaði í fertugasta og fjórða sæti með 48,336 stig. Norma Dögg Róbertsdóttir varð í fimmtugasta og áttunda sæti með 46,198 stig. Thelma Rut Hermannsdóttir varð í sextugasta og þriðja sæti með 45,798 stig. Samtals varð íslenska liðið í nítjánda sæti af tuttugu og fimm þátttökuþjóðum í liðakeppni kvenna. Með fréttinni fylgir mynd af íslenska fimleikahópnum í Bakú.

Á morgun keppir Meisam Rafiei í -58 kg flokki karla í taekwondo og Sigurjón A. Sigurðsson hefur keppni með sveigboga í bogfimi.