Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Fyrsta keppnisdegi lokið í Bakú

14.06.2015

Telma Rut Frímannsdóttir var fyrst til að keppa þegar hún tók þátt í karate -68 kg flokki í kumite. Telma tapaði viðureignum sínum þremur í dag fyrir andstæðingum frá Sviss, Svartfjallalandi og Tyrklandi og komst því ekki áfram í undanúrslit sem fóru fram síðdegis.

Í fimleikum keppti Valgarð Reinhardsson á þremur áhöldum í dag - gólfi, bogahesti og hringjum. Að loknum fyrri degi er Valgarð í fimmtugasta sæti af sjötíu og þremur keppendum með 38.199 stig.

Þær Dominiqua Belányi, Thelma Rut Hermannsdóttir og Norma Dögg Róbertsdóttir kepptu á tveimur áhöldum, tvísá og stökki, í liðakeppni kvenna í áhaldafimleikum. Að loknum fyrri keppnisdegi er íslenska liðið í fjórtánda sæti af tuttugu og fjórum. Staðan er þannig eftir þessar tvær greinar að Dominiqua er í fertugasta og fyrsta sæti, Norma í fimmtugasta og sjöunda og Thelma í sextugasta og sjötta sæti af áttatíu keppendum.  Bestum árangri náði Norma Dögg í stökku, en þar er hún fyrsti varamaður í úrslit.

Nánar má sjá úrslit dagsins hjá okkar fólki hér.

Á morgun mánudag er seinni keppnisdagur hjá fimleikafólkinu okkar í fjölþraut og liðakeppni kvenna.

Myndir með frétt