Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Fyrsti verðlaunapeningur Íslendinga kominn í hús!

02.06.2015

Skotíþróttakeppnin í Hátúni var spennandi í dag. Íris Eva Einarsdóttir, skotíþróttakona, sigraði glæsilega í loftriffli kvenna eftir harða og spennandi keppni í úrslitum. Írisi Evu hefur greinilega liðið vel á heimavelli, en hún jók jafnt og þétt forskot sitt í síðustu skotum keppninnar og sýndi að hún er með stáltaugar.

Þegar upp var staðið var munurinn á Írisi Evu og Carole Calmes frá Lúxemborg 3.4 stig.
Íris Eva náði 200,1 stigi í lokakeppninni, en Calmes 196,7. Marilena Constantinou frá Kýpur varð í þriðja sæti með 176,8 stig.

Þetta þýðir að Ísland hefur náð sér í sín fyrstu verðlaun á Smáþjóðaleikunum og sín fyrstu gullverðlaun þar að auki.

Við óskum Írisi Evu innilega til hamingju með sigurinn.