Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Eldur Smáþjóðaleikanna 2015

02.06.2015Eldstæði Smáþjóðaleikanna stendur við hlið Laugardalshallar og þar mun eldur leikanna loga þar til slökkt verður á honum í lok leikanna.  Eldstæðið er hraunstrýta og í kringum strýtuna er hraun af Reykjanes og jökulís úr Jökulsárlóni. Eldstæðið hefur sterka tilvísun í einkunnarorð leikanna, „Náttúrulegur kraftur”.  Ragnheiður Runólfsdóttir, afrekskona í sundi og margfaldur verðlaunahafi á Smáþjóðaleikum tendraði eldinn á setningarhátíð leikanna.