Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2015

29.05.2015Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fór fram í gær fimmtudaginn 28. maí í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Veitt voru verðlaun fyrir hlutfall daga, heildarfjölda kílómetra og hlutfall kílómetra.

Ófeigur gullsmiðjan & Enjoy, Þroskaþjálfafélag Íslands, Efnalaug Suðurlands, Íþróttamiðstöð Reykholts, Karl og Valgerður, Launadeild Ísafjarðarbæjar, Sauðfjárbýli Brekkulækur, Rannskóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði, Sabre Iceland, Leikskólinn Vesturborg, Veðurstofa Íslands, Umhverfisstofnun, Advania og Arion banki sigruðu í sínum flokkum og náðu flestum dögum.

Liðið 12. Vindstig hjólaði flesta kílólmetra eða 6.528,39 og KomaSo liðið hjólaði 1140,00 kílómetra á mann og vann hlutfall kílómetra.

Alls voru 470 vinnustaðir sem skráðu 1089 lið til leiks með 6824 liðsmenn og 417 lið skráðu sig til leiks í kílómetrakeppnina.

Alls voru hjólaðir 463.582 km eða 346,21 hringir í kringum landið. Við það spöruðust tæp 78 þúsund tonn af útblæstri CO2, og rúmlega 43 þúsund lítrar af eldsneyti sem gera sparnað upp á tæpar 10 milljónir króna. Brenndar voru um 29,5 miljónir kaloría sé þessi vegalengd gengin en 16,7 milljónir kaloría sé þessi vegalengd hjóluð, sé miðað við 80 kg mann sem ekur á fólksbíl.

Ferðamáti var í 86,7% á hjóli, 7,9% gangandi, 4,2% strætó/gengið 0,6% hlaup og strætó/gengið 0,5%.

Liðstjórar eru verkefninu mjög mikilvægir þar sem að þeir eru okkar tengiliðir inn á vinnustaði meðan á átakinu stendur. Þeir sjá um að hvetja sína liðsmenn áfram. Alls eru 1169 liðstjórar skráðir í verkefnið í ár. Tíu liðstjórar eru dregnir út og fá þeir hraðamælia frá Erninum í þakklætisskyi fyrir sitt framlag.

Aldís B. Arnardóttir var dregin út í Skráningarleik Rásar 2 og ÍSÍ og vann glæsilegt hjól frá Erninum.

Valitor gaf 4 gjafabréf upp á 25.000kr. í Instagram leik þar sem að þátttakendur settu inn mynd og merktu með #hjoladivinnuna.

Kaffitjöldin voru á sínum stað þó með breyttu sniði þar sem að í þetta sinn var eitt tjald uppi á 5 dögum en ekki 5 tjöld uppi á einum degi. Einnig var kaffitjald á Akureyri. Gaman var að sjá hversu margir hjóluðu við í tjöldin og fengu sér rjúkandi heitt kaffi frá Kaffitár, ískaldan Kristal frá Ölgerðinni og létu sérfræðingana hjá Erninum líta á hjólið.

Hægt er að sjá vinningshafa úr leikjunum hér á síðunni.

Aðalsamstarfaðili Hjólað í vinnuna er Valitor en aðrir samstarfsaðilar eru: Hjólreiðasamband Íslands, Örninn, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Rás 2, Landssamtök Hjólreiðamanna, Advania, Hjólafærni, Kaffitár og Ölgerðin.

ÍSÍ þakkar fyrir þátttökuna í ár og vonum við að þátttakendur hafi haft gaman af og haldi áfram að hjóla inn í sumarið. Það hlýtur að fara að láta sjá sig mjög fljótlega.