Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Evrópuleikarnir 2019 verða haldnir í Hollandi

18.05.2015Aukaársþing Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) var haldið í Belek í Tyrklandi 16. maí síðastliðinn.  Á þinginu var Holland einróma samþykkt sem gestgjafi Evrópuleikanna 2019. Var stjórn EOC gefin heimild til að ganga frá samningum við Ólympíunefnd Hollands þar til endanlegar áætlanir varðandi íþróttalegt skipulag, markaðsmál og fjármögnun liggja fyrir.  Haldin var kynning á tillögu Hollands um heildarhugmyndir þeirra varðandi leikana 2019.  Einnig var haldin kynning á fyrstu Evrópuleikunum sem haldnir verða 12.-28. júní næstkomandi í Baku í Azerbaijan en þar er allt að verða klárt.
Á undan aukaársþinginu var haldið 36. EOC Seminar og Olympic Solidarity Forum sem fjallar um styrkjakerfi Ólympíusamhjálparinnar.
Ársþingið og fundina sóttu Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.  Líney Rut kynnti undirbúning og framkvæmd Smáþjóðaleikanna 2015 fyrir þátttakendum.