Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Arnar endurkjörinn formaður FSÍ

11.05.2015

Ársþing Fimleikasambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal laugardaginn 2. maí síðastliðinn. Þingforseti var Þórir Haraldsson og stýrði hann þinginu af röggsemi. Til þingsins voru mættir í kringum 70 þingfulltrúar af öllu landinu. Fyrir þinginu lágu 8 tillögur og 1 áskorun sem fjallað var um í nefndum og svo afgreiddar í kjölfarið. 
Arnar Ólafsson var kjörinn formaður FSÍ annað árið í röð.
Í stjórn FSÍ voru eftirtaldir kjörnir: Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir, Kristinn Arason, Kristín Ívarsdóttir og Sunna Sigurðardóttir.
Í varastjórn voru kjörin: Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Guðrún Ósk Jakobsdóttir og Axel Ólafur Þórhannesson.

Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og Gunnlaugur Júlíusson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sóttu þingið fyrir hönd ÍSÍ.