Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Tveir mánuðir til Smáþjóðaleika

01.04.2015

Í dag eru tveir mánuðir þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi, þann 1. júní. Undirbúningur fyrir leikana stendur nú sem hæst.

Í gær fór fyrsti hópur sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikunum 2015 í grunnþjálfun. Verkefnastjóri Smáþjóðaleika 2015, Óskar Örn Guðbrandsson, fór yfir almennar upplýsingar um Smáþjóðaleika og Brynja Guðjónsdóttir verkefnastjóri sjálfboðaliða fór yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar sem tengjast sjálfboðaliðum á leikunum. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleika 2015, mætti á staðinn og skemmti fólki ásamt því að sitja fyrir á myndatökum.

Frá miðjum apríl og fram að Smáþjóðaleikum munu sjálfboðaliðar vinna að ýmsum undirbúningverkefnum, t.d. í tengslum við fatamátun, myndatöku, að raða gjöfum í gjafapoka ásamt ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum.

Upplýsingar um sjálfboðaliða Smáþjóðaleika má nálgast á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015 www.iceland2015.is, en einnig er hægt að hafa samband við Brynju Guðjónsdóttur verkefnastjóra sjálfboðaliða á sjalfbodalidar@iceland2015.is eða í síma 514-4024 / 820-7188.