Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Lestrarbók um Ólympíuleika

26.03.2015

Út er komin á vegum Námsgagnastofnunar lestrarbók fyrir grunnskólanemendur um Ólympíuleika og ber hún titilinn Hraðar-hærra-sterkar. Heftið fjallar um sögu Ólympíuleikanna að fornu og nýju; sumarleika, vetrarleika, Smáþjóðaleika og Ólympíumót fatlaðra. Þá er fjallað sérstaklega um þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikum og ýmsa athyglisverða fróðleiksmola sem tengjast þessum strærsta íþróttaviðburði veraldar.

Íþrótta- og Ólympíusambandið kom að útgáfu bókarinnar með því að veita aðstoð og ráðgjöf við efnis- og myndaöflun. Höfundur bókarinnar er Helgi Grímsson skólastjóri.