Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Karl Gunnlaugsson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ á ársþingi HSK

25.03.2015

Héraðssambandið Skarphéðinn hélt 93. ársþing sitt í félagsheimilinu Flúðum sunnudaginn 15. mars sl.  Um 100 þingfulltrúar og gestir mættu á þingið sem verður að teljast mjög gott því fresta varð þingi um einn dag vegna veðurs. Guðríður Aadnegard var endurkjörin formaður HSK á þinginu. Reikningar sambandsins voru lagðir fram og samþykktir samhljóða. Um 1.6 milljón kr. hagnaður varð á rekstri sambandsins á liðnu ári. Sambandið skuldar ekkert og er eigið fé um 18 milljónir. Góðar umræður voru í nefndum þingsins og rúmlega 30 tillögur voru samþykktar. Vegleg 84 blaðsíðna ársskýrsla kom út á héraðsþinginu og er hægt að nálgast hana á heimasíðunni www.hsk.is.
Stjórn sambandsins sem var kosin á þinginu skipa þau, Guðríður Aadnegard, formaður, Guðmundur Jónasson, gjaldkeri, Helgi S Haraldsson, ritari, Örn Guðnason, varaformaður og Helga Kolbeinsdóttir, meðstjórnandi.  Í varastjórn eru Anný Ingimarsdóttir, Gestur Einarsson og Rut Stefánsdóttir. 

ÍSÍ heiðraði tvo einstaklinga á þinginu og var það Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ sem afhenti viðurkenningarnar fyrir sambandsins.  Karl Gunnlaugsson úr GF var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ á þinginu fyrir langvarandi starf í þágu íþróttahreyfingarinnar og Silfurmerki ÍSÍ hlaut Anný Ingimarsdóttir úr varastjórn HSK. Meðfylgjandi mynd er af þeim Karli og Anný við þetta tækifæri.

Kjartan Lárusson Umf. Laugdæla var sæmdur gullmerki HSK og er þetta í 12. sinn sem félagsmaður innan HSK hlýtur þau. 
Íþróttafólk í þeim 22 íþróttagreinum sem stundaðar eru innan sambandsins var heiðrað og úr þeirra hópi var Dagný Brynjarsdóttir valin íþróttamaður HSK 2014. 

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Gunnar Bragason gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ og Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.