Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Öflugt ársþing USVH

13.03.2015USVH hélt 74. ársþing sitt á Hvammstanga miðvikudaginn 11. mars.  Þingforseti var Guðmundur Haukur Sigurðsson og stýrði hann þinginu af festu og öryggi.   Mikill kraftur og samheldni einkenndi þingið og allir virðast róa í sömu átt að því að gera gott starf í héraði enn betra.  Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og voru þær allar samþykktar.  Tillögur urðu einnig til í nefndum og fengu efnislega umfjöllun þar sem og í þingsal.  Meðal samþykktra tillagna má nefna tillögu um að USVH sæki um það til ÍSÍ að fá viðurkenningu sem fyrirmyndarhérað um leið og opnað verður fyrir þann möguleika af hálfu ÍSÍ.  Reimar Marteinsson er áfram formaður USVH og með honum í stjórn eru Halldór Sigfússon varaformaður, Elín Jóna Rósinberg gjaldkeri, Hörður Gylfason ritari og Vigdís Gunnarssdóttir meðstjórnandi.  Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.  Á myndinni eru frá vinstri, Reimar Marteinsson formaður og Halldór Sigfússon varaformaður.