Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Starfsskýrsluskil fyrir 15. apríl nk.

09.03.2015

Nú er rúmur mánuður þar til skil á starfsskýrslum til ÍSÍ rennur út.  Sambandsaðilum ÍSÍ er skylt, skv. lögum ÍSÍ, að senda framkvæmdastjórn ÍSÍ fyrir 15. apríl árlega starfsskýrslur síðasta árs í gegnum Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ. Aðili, sem ekki skilar skýrslum í tæka tíð missir rétt til þátttöku í íþróttaþingi, svo og í opinberum íþróttamótum þar til skýrslum hefur verið skilað eða samið við framkvæmdastjórn ÍSÍ um stuttan frest til þess. 
Nokkur félög hafa þegar skilað skýrslu og er þeim þakkað fyrir skjót og góð skil.
ÍSÍ hvetur öll íþrótta- og ungmennafélög sem eiga eftir að skila starfsskýrslum að skila þeim innan lögbundins skilafrests og leggja þannig ÍSÍ lið við mikilvæga öflun og vinnslu tölfræði um stærð og samsetningu íþróttahreyfingarinnar.