Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Hnefaleikafélag Reykjaness fyrirmyndarfélag ÍSÍ

18.02.2015Hnefaleikafélag Reykjaness fékk viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag laugardaginn 14. febrúar síðastliðinn á móti sem félagið hélt í Keflavík þennan dag.  Það var Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti formanni félagsins Birni Snævari Björnssyni viðurkenninguna ásamt fána fyrirmyndarfélaga.  Á myndinni eru frá vinstri þau Margrét Guðrún Sævarsdóttir hnefaleikamaður Reykjanesbæjar 2014, Björn Snævar Björnsson og Sigríður Jónsdóttir.