Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Undirritun samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleika

14.02.2015Forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal, borgarstjóri Dagur B. Eggertsson og mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson undirrituðu í gær samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleika 2015. Undirritunin fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.





Framlag Reykjavíkurborgar er í formi leigukostnaðar vegna íþróttamannvirkja og endurnýjunar og viðhalds áhalda í keppnismannvirkjum. Framlag ríkisins vegna Smáþjóðaleikanna á fjárlögum 2014 og 2015 er alls 100 m.kr. Bæði ríki og Reykjavíkurborg eiga fulltrúa í skipulagsnefnd Smáþjóðaleikanna og hafa þeir komið að undirbúningi leikanna með virkum hætti.



Kostnaðaráætlun Smáþjóðaleikanna er tæpar 600 milljónir króna. Tekjur leikanna felast í þátttökugjöldum, styrkjum frá ólympíuhreyfingunni, samstarfsaðilum og opinberum aðilum. Auk þess koma á eigin vegum til landsins margir fulltrúar íþróttahreyfinga viðkomandi þátttökuþjóða, fjölskyldumeðlimir íþróttamanna, blaðamenn og þjóðhöfðingjar. Þessir aðilar kaupa m.a. flugfargjöld, hótelgistingu, mat, akstur og skoðunarferðir. Heildarvelta Smáþjóðaleikanna er því umtalsvert hærri en 600 millj. kr.



Þá má ekki gleyma ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða en gert er ráð fyrir því að það verði alls 1200 sjálfboðaliðar sem starfa við ýmis verk á leikunum og í aðdraganda þeirra.



Nú þegar eru tíu fyrirtæki orðin Gullsamstarfsaðilar leikanna. Stuðningur samstarfsaðila, fyrirtækja og opinberra aðila, skiptir sköpum fyrir framkvæmd leikanna. Án þeirra væri ekki hægt að halda leikana.