Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Fyrsta keppnisdegi EYOWF 2015 lokið

26.01.2015

Í listhlaupi á skautum keppti Kristín Valdís Örnólfsdóttir. Hlaut hún 29.40 stig fyrir sínar æfingar og hafnaði í 26. sæti. Í 10 km klassískri göngu kepptu þeir Dagur Benediktsson og Albert Jónsson. Mjótt var á milli þeirra félaganna, lokastaðan varð þannig að Albert hafnaði í 76. sæti á tímanum 33.36,0 og Dagur í 78 sæti á tímanum 33.48,9. Í stórsvigi drengja keppti Arnar Birkir Dansson, hafnaði hann í 61. sæti á tímanum 1.56,68.

Heildarúrslit úr þeim greinum sem Íslendingar tóku þátt í í dag má finna á heimasíðu mótsins: Listhlaup, 10 km ganga drengja og stórsvig drengja.

 

Á myndinni má sjá Kristínu Valdísi ásamt þjálfara sínum John Kauffman að lokinni keppni. Á morgun er æfingadagur hjá þátttakendum í göngu, listskautum og alpagreinum drengja. Gerð hefur verið sú breyting á dagskrá að alpagreina stúlkurnar keppa í svigi.