Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Skráning sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikum 2015 fer vel af stað

07.10.2014Skráning sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikum 2015 fer vel af stað. Nú hafa yfir 100 manns skráð sig í hin ýmsu verkefni sem í boði eru á leikunum, en það eru aðeins þrír sólarhringar síðan að vefurinn opnaði formlega við athöfn í Laugardalshöll, þann 3.október. 

Sjálfboðaliðar koma að Smáþjóðaleikum með ýmsum hætti. Áætlað er að um 1200 sjálfboðaliða þurfi til að manna öll verkefni.

Verkefnin eru fjölbreytt og reyna á mismunandi hæfileika og kunnáttu. Meðal verkefna eru:

  • Á íþróttakeppnum.
  • Í veitingamiðstöð: leiðsögn gesta, uppsetning matsalar, frágangur, þrif, uppvask, þjónusta o.fl. 
  • Við setningarhátíð og lokahátíð: gæsla, uppsetning og frágangur.
  • Við verðlaunaafhendingar: skipulagning, afhending verðlauna, utanumhald o.fl.
  • Fjölmiðlaþjónusta: Þjónusta við fjölmiðlamenn og aðstoð við utanumhald.
  • Fylgdarmenn: Aðstoðarfólk liða, aðstoðarfólk fylgdarliðs.
  • Þjónustuborð: Viðvera á þjónustuborðum sem eru staðsett á hótelum, flugvelli, keppnismannvirkjum og á aðalskrifstofu. Einnig þjónustuborð fyrir almenning sem er t.d. staðsett í miðbæ Reykjavíkur, í Kringlunni og víðar.
  • Samgöngur: Umferðastjórnun og bílstjórar.
  • Aðalskrifstofa: Ýmis þjónusta við keppendur og fylgdarlið þeirra, pökkun gagna, umsjón með merkingum, dreifing fatnaðar, myndataka, tækniþjónusta, kynningarmál og önnur tilfallandi verkefni. 
  • Heilbrigðisþjónusta: Almenn þjónusta fagfólks, neyðarþjónusta og umsjón lyfjaprófa.

Hafir þú áhuga á því að kynnast fólki, fylgjast með besta íþróttafólki Evrópu og jafnvel að sjá ný íþróttamet slegin ásamt ýmsu öðru þá hvetur ÍSÍ þig til að skrá þig hér

Frekari upplýsingar má nálgast á síðu Smáþjóðaleikanna 2015 www.iceland2015.is