Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Ráðstefna um afreksíþróttir

07.10.2014

Næsta mánudag, 13. október, fer fram ráðstefna um stefnumótun í Afreksíþróttum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ráðstefnan hefst kl.9 og lýkur um kl.13. 

Á þessari ráðstefnu er ætlunin að fjalla um afreksíþróttir frá mismunandi sjónarhornum og velta upp þeirri vinnu sem hefur verið í gangi við stefnumótun sambandsaðila og þeim árangri sem náðst hefur á alþjóðlegum vettvangi.

Jeroen Bijl frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Hollands mun flytja erindi um afreksíþróttir í Hollandi, þ.e. hvernig Hollendingar hafa unnið að því að verða ein besta íþróttaþjóð í heimi og hvernig sérsambönd þar í landi starfa á þessu sviði. Jafnframt mun hann svara spurningum sem tengjast þeirra starfsemi og þá stefnumótun sem er í gangi í Hollandi.


Frítt er inn á þessa ráðstefnu, en gert er stutt hlé á dagskrá og geta þátttakendur keypt sér hádegisverð hjá Café easy sem er staðsett í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Miðað við forskráningu á ráðstefnuna má búast við því að færri komist að en vilja og er því óskað eftir skráningum á netfangið skraning@isi.is eigi síðar en föstudaginn 10. október nk.
Takmarkaður sætafjöldi er í boði.


Þátttakendur, sem og allir þeir sem tengjast íþróttahreyfingunni, er jafnframt beðnir um að svara léttri könnun sem er á slóðinni: http://questionpro.com/t/ALFjLZRfpl

Vinsamlegast komið upplýsingum um þessa ráðstefnu á framfæri við sem flesta sem tengjast stefnumótun í afreksíþróttum, hvort heldur almennt eða fyrir ákveðna íþróttagrein.
Sambandsaðilar eru jafnframt hvattir til þess að setja upplýsingar um þessa ráðstefnu á heimasíður sínar eða senda áfram á póstlista.

Frekari upplýsingar veitir Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ,
863 1525 / andri@isi.is