Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Þjálfaranámskeið ÍF fyrir aðila sem vinna með fötluðu sundfólki

26.09.2014Þjálfaranámskeið ÍF fyrir aðila sem vinna með fötluðu sundfólki fer fram í fundarsal E á 3. hæð Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal þann 11. október næstkomandi frá kl. 9 - 13. 
Meðal annars mun hollenskur fyrirlesari, Mark Faber, tala um hollenska fyrirkomulagið. 

Skráning fer fram á if@isisport.is og lýkur miðvikudaginn 8. október nk.
Þátttökugjald í námskeiðinu er kr. 2500.

Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á málefninu. Mestöll dagskráin verður miðuð að þjálfurum. Hluti námskeiðsins mun fara fram á ensku. Hægt verður að bera fram spurningar á íslensku. Samantekt verður einnig aðgengileg á íslensku.

Dagskrá
Laugardagur 11. október
9:00-9:15 Móttaka og kynning Ingi Þór og ÍF
9:15-10:15 Hollenska fyrirkomulagið (blöndun eða sér klúbbar) Mark Faber
10:15-10:45 Kaffihlé
10:45-11:45 Líkan fyrir sundklúbba fatlaðra frá byrjendum til afrekshópa Helena
11:45-13:00 Hádegishlé
13:00-14:00 Hvernig fáum við fleiri fötluð börn til að æfa Allir
14:00-15:00 Að þjálfa CP-sundmann, frá byrjanda til afreksmanns Tomas Hajeck
15:00-15:30 Kaffihlé
15:30-16:30 Sértækar aðgerðir í tækni og þjálfun fatlaðra Ingi og Mark
16:30-17:00 Flokkun með „berum augum“
Sunnudagur 12. október
12:30-14:00 Að þekkja hæfileika (fer fram á Erlingsmótinu) Ingi og Mark