Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Fundað á Akureyri

17.09.2014

ÍSÍ fundaði með forsvarsmönnum Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) laugardaginn 13. september síðastliðinn á Akureyri, eftir skoðunarferð um glæsileg íþróttamannvirki bæjarins. Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA, Haukur Valtýsson varaformaður ÍBA, Þóra Leifsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA, Bjarnveig Ingvadóttir formaður UMSE, Þorsteinn Marinósson framkvæmdastjóri UMSE og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála á Akureyri funduðu með forseta ÍSÍ og föruneyti um það helsta sem brennur á íþróttahreyfingunni á svæði ÍBA og UMSE.  Fundurinn var mjög góður en á honum voru rædd ýmis hagsmunamál, smá og stór, meðal annars stóraukinn ferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar sem er öllum í hreyfingunni mikið áhyggjuefni. 

Eftir fundinn lá leiðin til Ólafsfjarðar til fundar við UÍF, með stuttu stoppi á Dalvík þar sem kíkt var á helstu íþróttamannvirki bæjarins.

Myndir með frétt