Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Fundað með UÍA

13.09.2014

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og föruneyti funduðu í kvöld með Hildi Bergsdóttur framkvæmdastjóra UÍA og Gunnlaugi Aðalbjarnarsyni gjaldkera UÍA.  Fulltrúar UÍA kynntu starfsemi sambandsins og helstu verkefni og spjallað var um ýmis hagsmunamál sem helst brenna á íþróttahreyfingunni, bæði á svæði UÍA og á landsvísu.  Ásamt forseta ÍSÍ sátu fundinn af hálfu ÍSÍ þau Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri. 

Davíð Sigurðarson formaður Hattar kíkti einnig við í fundaraðstöðu UÍA og spjallaði við forsvarsmenn ÍSÍ um m.a. áherslur í starfi Íþróttafélagsins Hattar, sem sér að mestu um íþróttastarfið á Fljótsdalshéraði, en félagið er stórt fjölgreinafélag með níu íþróttagreinar innan sinna vébanda.  Þess má geta að Gunnar Gunnarsson formaður UÍA var fjarverandi vegna veikinda en fylgdist með fundinum á Skype.