Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni er núna í gangi

11.09.201419 skólar eru skráðir til leiks í Hjólum í skólann sem fer fram í annað skipti dagana 10. - 16. september.

Nemendur og starfsmenn framhaldsskóla landsins keppa sín á milli um að nýta virkan ferðamáta sem oftast í og úr skóla t.d. að hjóla, ganga, hlaupa, fara á hjólabretti/línuskautum eða í strætó. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna.

Á meðan á verkefninu stendur verður dregið úr skráðum þátttakendum og geta þeir unnið hjólatösku með viðgerðasetti og síðasta daginn verður svo dregið út glæsilegt TREK reiðhjól að verðmæti 100.000 kr. frá reiðhjólaversluninni Erninum. Vinningshafar verða tilkynntir á útvarpsstöðinni FM957 á hverjum degi meðan á verkefninu stendur. Auk þess geta tveir heppnir einstaklingar unnið 25.000 kr. inneignarkort frá Valitor með því að taka mynd og setja á Instagram merkta #hjolumiskolann

Enn er hægt að skrá skóla og þátttakendur til leiks inn á www.hjolumiskolann.is eða á meðan að verkefnið stendur yfir. 

Hjólum í skólann er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Hjólafærni á Íslandi, Embætti landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. 

 www.hjolumiskolann.is
Hjólum í skólann á Facebook