Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Náttúrulegur kraftur á byggingu ÍSÍ

05.09.2014

Í gær var sett upp stór auglýsing fyrir Smáþjóðaleikana 2015 á vesturvegg byggingar ÍSÍ í Laugardalnum. Myndin er af Söru Rún Hinriksdóttur, körfuknattleikskonu, þar sem hún spilar körfuknattleik við Svartafoss. Smáþjóðaleikarnir 2015 eru auglýstir á fallegum veggspjöldum af íþróttafólki í íslenskri náttúru. Hugmyndin á bak við það að blanda saman náttúrumyndum og íþróttafólki er sú að sýna sameiginlegan kraft íslensku náttúrunnar og íþróttafólksins. Náttúrumyndirnar hafa einnig beina skírskotun í umhverfisvæna stefnu leikanna og tengingu í merki leikanna sem sýnir eldfjall, hálendisöldu, grænan gróður, haf og ís.


Sjö myndir hafa þegar verið birtar sem sýna íþróttafólk úr íþróttagreinunum tennis, frjálsíþróttum, júdó, körfuknattleik, golfi, skotfimi og fimleikum. Fjórar myndir sem sýna íþróttafólk úr íþróttagreinunum strandblaki, blaki, borðtennis og sundi eiga enn eftir að vera birtar. Hægt er að sjá þær sjö myndir sem hafa verið birtar og lesa viðtöl við íþróttafólkið á myndunum á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015 www.iceland2015.is undir „Náttúrulegur kraftur“.



Facebook-síða leikanna er Smáþjóðaleikar 2015.


#GSSE2015 #Smáþjóðaleikar2015

 

Myndir með frétt