Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Verðlaunaafhending Nanjing

27.08.2014Úrslit liggja nú fyrir í knattspyrnukeppni drengja á Ólympíuleikum ungmenna í Nanjing í Kína. Eins og komið hefur fram hér á síðunni tryggðu íslensku drengirnir sér bronsverðlaun á mótinu með sigri á Grænhöfðaeyjum 4-0. Úrslitaleik mótsins er nýlokið. Þar sigraði lið Perú lið Suður Kóreu 2-1. Með fréttinni má sjá mynd af drengjunum okkar á pallinum í Nanjing komna með bronsverðlaunin um hálsinn. Fleiri myndir má finna á heimasíðu leikanna, sjá hér.

Myndir með frétt