Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Sumarfjarnámi í þjálfaramenntun 1 og 2 að ljúka

07.08.2014Sumarfjarnám 1. og 2. stigs í þjálfaramenntun ÍSÍ er nú langt komið og einkunnir að detta inn hjá nemendum.  Um 40 þjálfarar samtals munu ljúka námi ýmist á 1. eða 2. stigi að þessu sinni.  Þjálfararnir sækja svo nám í sérgreinahluta hjá viðkomandi sérsambandi hverju sinni eða jafnvel hjá tveimur eða fleirum sérsamböndum kjósi aðilar að verða þjálfarar í fleiri en einni íþróttagrein.  Almenna hlutann sem tekinn er hjá ÍSÍ þarf einungis að taka einu sinni enda er hann sá sami fyrir allar íþróttagreinar.  Allir þjálfararnir fá þjálfaraskírteini frá ÍSÍ sent á heimilisfang eða koma með skírteinið til ÍSÍ og fá nýjan stimpil, einkunn og aðrar upplýsingar inn á skírteini sem þeir hafa fengið áður s.s. eftir 1. stig.  Mikilvægt er að halda vel utan um skírteinin því að þau eru samræmd og allar upplýsingar eiga að fara inn á eitt og sama skírteinið.  Gildir þar einu hvort um almennan hluta eða sérgreinahluta er að ræða sem og þjálfunarreynslu og skyndihjálparnámskið.
Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is eða í síma 514-4000, 460-1467 og 863-1399.