Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Tvö ár í Ólympíuleika

06.08.2014

Nú eru tvö ár þangað til Ólympíuleikarnir verða settir þann 5. ágúst í Ríó í Brasilíu. Þar munu bestu íþróttamenn veraldar keppa sín á milli á 17 dögum, 10.903 íþróttamenn frá 204 löndum. Ólympíuleikarnir verða haldnir í álfunni Suður- Ameríku í fyrsta skipti. 

Undirbúningur fyrir leikana gengur vel samkvæmt fréttum á heimasíðu leikanna. Búið er að skipuleggja röð af æfingamótum sem haldin verða í Brasilíu í ár til þess að prófa aðstæður. Einnig hafa aðdáendur fengið að sjá útlitsþema leikanna og innan skamms verða lukkudýrin sýnd. Ólympíuþorpið er farið að taka á sig mynd og meira en helmingur leikvanganna sem notaðir verða eru tilbúnir. 

Hægt er að fylgjast með gangi mála á www.rio2016.com og á facebook undir „Rio 2016“. 

Myndir með frétt