Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Þátttakendur á Ólympíuleikum ungmenna - Nanjing 2014

03.07.2014

Ólympíuleikar ungmenna fara fram í Nanjing í Kína í ár og verða þeir settir þann 16. ágúst nk. Ísland mun eiga keppendur í knattspyrnu drengja auk þess sem að einn sundmaður hefur unnið sér inn þátttökurétt á leikunum.

Landsliðsþjálfari U-15 ára drengja hefur valið þann hóp sem mun skipa lið Íslands á leikunum og Alþjóðasundsambandið (FINA) hefur gefið út hverjir hafa hlotið keppnisrétt á leikunum í sundi. Hefur framkvæmdastjórn ÍSÍ staðfest endanlegan hóp keppenda og fylgdarmanna.

Í knattspyrnu drengja eru eftirfarandi leikmenn:

Sölvi Björnsson, KR 

Aron Birkir Stefánsson, Þór 

Sigurbergur Bjarnason, Keflavík 

Kristinn Pétursson, Haukar 

Óliver Thorlacius, KR 

Jónatan Ingi Jónsson, FH 

Ísak Atli Kristjánsson, Fjölnir 

Karl Viðar Magnússon, Haukar 

Atli Hrafn Andrason, KR 

Alex Þór Hauksson,  Stjarnan/Álftanes 

Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fjölnir 

Kristófer Ingi Kristinsson, Stjarnan/Álftanes 

Kolbeinn Birgir Finnsson, Fylkir 

Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 

Aron Kári Aðalsteinsson, Breiðablik 

Hilmar Andrew Mcshane, Keflavík 

Guðmundur Andri Tryggvason, KR 

Helgi Guðjónsson, Fram 

Keppandi í sundi verður Kristinn Þórarinsson, Fjölni.

Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ verður aðalfararstjóri hópsins en aðrir þátttakendur eru:

Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, flokksstjóri/þjálfari - sund

Þórarinn Gunnarsson, flokksstjóri - knattspyrna

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari - knattspyrna

Ágúst Haraldsson, aðstoðarþjálfari - knattspyrna

Reynir Björnsson, læknir

Halldór Svavar Sigurðsson, sjúkraþjálfari

Þá á Ísland einn ungan sendiherra (Young Ambassador) á leikunum, Bjarka Benediktsson, en hann verður í hlutverki aðstoðarfararstjóra og mun einnig aðstoða knattspyrnuliðið á leikunum.

Keppni í knattspyrnu hefst áður en formleg setningarhátíð fer fram. Ísland er í riðli með Hondúras og Perú og mun eiga leik við lið Hondúras föstudaginn 15. ágúst og við lið Perú mánudaginn 18. ágúst. Undanúrslit eiga sér stað sunnudaginn 24. ágúst og leikir um sæti 25. ágúst eða 27. ágúst, en þann dag fara úrslitaleikir fram.

Keppni í sundi á sér stað frá sunnudeginum 17. ágúst til föstudagsins 22. ágúst.  Kristinn hefur keppnisrétt í fjórum greinum á leikunum. 

Formleg lokahátíð fer fram fimmtudaginn 28. ágúst.