Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Jón Páll Hreinsson sæmdur Gullmerki ÍSÍ

24.06.2014

14. Héraðsþing Héraðssambands Vestfjarða (HSV) var haldið þann 5. júní í Háskólasetri Vestfjarða. 46 þingfulltrúar mættu til þingsins sem tókst vel í alla staði. Í ársskýrslu stjórnar kemur fram að árið hafi verið mjög starfsamt hjá sambandinu og samstarf við Ísafjarðarbæ tekist með miklum ágætum. Íþróttaskóli HSV hefur verið að vaxa og í nýútkominni skýrslu um skólann kemur í ljós að foreldrar og nemendur skólans eru mjög ánægðir með starfið. Siða- og starfsreglur HSV voru samþykktar, en í skýrslu stjórnar kemur fram að þær séu lykillinn að betra, faglegra og öruggara umhverfi innan íþróttahreyfingarinnar á starfsvæði HSV.

Jón Páll Hreinsson lét af störfum á þessu þingi eftir átta ára setu sem formaður sambandsins. Ingi Þór Ágústsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, sæmdi Jón Pál Gullmerki ÍSÍ fyrir sitt óeigingjarna starf í þágu íþrótta á sambandssvæði HSV. Nýr formaður HSV er Guðný Stefanía Stefánsdóttir og er það í fyrsta sinn sem kona er kjörin í embætti formanns HSV.

Á meðfylgjandi mynd er Jón Páll Hreinsson ásamt Inga Þór Ágústssyni.