Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Stofnþing Hjólreiðasambands Íslands

23.06.2014

Stofnþing Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 20.júní síðastliðinn. Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, flutti ávarp og setti þingið. Þingforseti var Hafsteinn Pálsson og ritari var Líney R. Halldórsdóttir. Stjórn sambandsins til tveggja ára skipa David Robertsson, sem kjörinn var formaður sambandsins, Albert Jakobsson, Arnar Geirsson, Sigurgeir Agnarsson og Þorgerður Pálsdóttir. Í varastjórn voru kjörin Hákon Hrafn Sigurðsson, Jens Viktor Kristjánsson og Jón Oddur Guðmundsson. Skoðunarmenn sambandsins eru Margrét Pálsdóttir og Nanna Jónsdóttir. Formanni HRÍ, David Robertsson, var í tilefni af stofnþinginu færður blómvöndur og Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) gaf HRÍ hjólreiðabjöllu að gjöf. 

Með stofnun Hjólreiðasambands Íslands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 30 talsins. Hjólreiðaíþróttir eru í dag stundaðar innan vébanda fimm héraðssambanda/íþróttabandalaga í átta félögum/deildum en íþróttin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar nýju sérsambandi velfarnaðar í starfi sínu.