Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Sævar Már Guðmundsson fær Silfurmerki BLÍ

23.06.2014

42. ársþing Blaksambands Íslands var haldið síðastliðinn laugardag og funduðu 25 þingfulltrúar. Formaður BLÍ, Jason Ívarsson, flutti hvatningarræðu til hreyfingarinnar um fagmennsku í vinnubrögðum í uppbyggingarstarfinu. Stefán Jóhannesson og Kristján Geir Guðmundsson voru endurkjörnir í stjórn BLÍ til tveggja ára. Hreggviður Norðdahl, Brynja María Ólafsdóttir og Árni Jón Eggertsson voru kosin inn í varastjórn til eins árs. Sævari Má Guðmundssyni var veitt Silfurmerki Blaksambands Íslands, en hann var að klára sitt níunda starfsár sem framkvæmdastjóri sambandsins. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Líney R. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.

Almenn ánægja var með störf þingsins. Í liðnum „önnur mál“ voru dómaramálin fyrirferðamikil og ljóst að þörfin fyrir því að fjölga í dómarastéttinni er brýn. Á myndinni eru Jason Ívarsson og Sævar Már Guðmundsson.