Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Formlegt boð á Evrópuleikana 2015 í Baku

12.06.2014

Undanfarna daga hefur staðið yfir fararstjórafundur vegna leikanna þar sem skipulag þeirra, keppnisaðstaða og aðbúnaður keppenda var kynntur fyrir væntanlegum þátttökuþjóðum.

Að kvöldi 12. júní var haldin móttaka þar sem Patrick Hickey, forseti EOC (Evrópsku Ólympíunefndirnar) og Rahimov Azad Arif, íþrótta- og ungmennamálaráðherra Azerbaijan afhentu fulltrúum þátttökulanda formlegt boð um þátttöku á leikunum. Á Evrópuleikunum 2015 verður keppt í 19 íþróttum í 27 keppnisgreinum og er búist við yfir 6.000 keppendum á leikana.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Andra Stefánsson sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ ásamt Örvari Ólafssyni starfsmanni sviðsins með boðskortið.