Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Jónas Dalberg sæmdur Gullmerki ÍSÍ

11.06.2014

Dansþing Dansíþróttasambands Íslands var haldið 27. maí í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þingið mættu fulltrúar frá sex aðildarfélögum, auk fulltrúa frá viðkomandi héraðssamböndum og Íþróttabandalögum. Þingforseti var Eggert Claessen.

Á þinginu voru nýjar siðareglur og nýjar keppendareglur kynntar. Þinginu lauk síðan með stjórnarkjöri. Jónas Dalberg, formaður Dansíþróttasambandsins, gaf ekki kost á sér áfram og Guðfinna Ármannsdóttir var kjörin í hans stað. Auk Jónasar hættu í stjórn þau Bergrún Stefánsdóttir, Ida Semey og Jón Gísli Þorkelsson. Nýja stjórn skipa þau Guðfinna Ármannsdóttir, Atli Sigurðsson, Ellen Björnsdóttir, Einar Jón Ásbjörnsson, Guðrún Þórðardóttir, Grétar Þór Björgvinsson og Hafsteinn Guðmundsson.

Á þinginu var Jónasi Dalberg, fráfarandi formanni DSÍ, veitt Gullmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf í þágu dansíþróttarinnar. Einnig var hann heiðraður Gullmerki DSÍ. Jónas hefur starfað sem formaður DSÍ síðastliðin fimm ár og setið í stjórn DSÍ í átta ár. Hann sat sem varamaður í stjórn Dansfélags Reykjavíkur árin 2006 til 2007 og sem formaður árin 2007 til 2009.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru þau Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ.

Myndir með frétt