Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Fulltrúar Smáþjóðaleikanna funduðu á Íslandi

23.05.2014Aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE) og fundur tækninefndar leikanna fóru fram á Íslandi um síðastliðna helgi. Á fundina mættu fulltrúar frá þeim þjóðum sem taka þátt í Smáþjóðaleikunum 2015. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og núverandi forseti Smáþjóðaleikanna, stýrði aðalfundinum. Formaður tækninefndar Smáþjóðaleika, Jean-Pierre Schoebel frá Mónakó, stýrði fundi nefndarinnar ásamt framkvæmdastjóra Smáþjóðaleika, Angelo Vicini frá San Marínó. Á fundunum var ítarlega farið yfir öll atriði sem tengjast leikunum. Skoðunarferð í íþróttamannvirkin sem notuð verða á leikunum og á hótelin sem gist verður á gekk afar vel. Fulltrúar sérsambanda og mannvirkja tóku á móti hópnum hver á sínum stað og fóru yfir ýmis atriði varðandi viðkomandi íþróttagrein og mannvirkið.

Heimasíða leikanna er www.iceland2015.is

Fésbókarsíða leikanna er www.facebook.com/gsse2015

Hægt er að skoða fleiri myndir hér 

Myndir með frétt