Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Ragnar Kristinn Bragason heiðraður á þingi HSS

12.05.2014

Ársþing Héraðssambands Strandamanna fór fram í Félagsheimilinu á Hólmavík 30. apríl sl.  Á þingið voru mættir fulltrúar frá öllum aðildarfélögum sambandsins, auk gesta. Góður andi var á þinginu og vel unnið í þingnefndum.  Lög sambandsins hafa verið til endurskoðunar frá síðasta þingi og voru samþykktar nokkrar breytingar á þeim er lúta að því að uppfæra þau í takt við tímann.

Á þinginu sæmdi Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ Ragnar Kristinn Bragason með Silfurmerki ÍSÍ fyrir hans góðu störf í þágu íþróttahreyfingarinnar á svæðinu.

Vignir Örn Pálsson var endurkjörinn formaður HSS en aðrir í stjórn sambandsins voru kjörin Þorsteinn Newton, Rósmundur Númason, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir og Guðbjörg Hauksdóttir. Varamenn voru kjörnir Óskar Torfason, Bjarnheiður Júlía Fossdal og Birna Richardsdóttir.  

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru þær Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ.  Líney ávarpaði þingið og bar fundarmönnum kveðjur frá forseta, framkvæmdastjórn og starfsfólks ÍSÍ.  Halla kynnti lauslega fyrir fundarmönnum sjálfboðaliðavef ÍSÍ - Allir sem einn - sem einstaklingar geta nýtt sér til að halda utan um sjálfboðaliðastarf sitt í hreyfingunni.