Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Góður rekstur hjá UDN

12.05.2014Ársþing Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga (UDN) var haldið í félagsheimilinu Árbliki þann 6. maí sl.  Vel var mætt á þingið og voru ýmis mál tekin þar fyrir.  Rekstur UDN hefur gengið vel og skilaði sambandið hagnaði á síðasta ári. Í ársbyrjun var undirritaður samstarfssamningur á milli UDN og Dalabyggðar sem án efa mun styrkja starf sambandsins til muna.  Verið er að vinna að úthlutunarreglum fyrir starfsstyrki og einnig vegna akstursstyrkja.  Guðni Albert Kristjánsson hefur verið ráðinn í sameiginlegt starf íþrótta- og tómstundafulltrúa og mun hann taka við framkvæmdastjórn fyrir UDN þann 1. júní n.k.
Nýjir aðilar í stjórn UDN voru kjörnir Herdís Erna Matthíasdóttir, Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Jenny Nilsson.  Varamenn voru kjörnir Sigurdís Sigursteinsdóttir og Sigurður Bjarni Gilbersson.  Formaður sambandsins,
Kristján Garðarsson, var kjörinn á síðasta ársþingi til tveggja ára.
Auk stjórnarkjörs voru kosningar í íþróttaráð sambandsins þ.e. knattspyrnuráð, frjálsíþróttaráð, sundráð, badmintonráð og blakráð.
Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Líney R. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.