Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Samráðsfundur sérsambanda vegna Smáþjóðaleikanna

07.05.2014

Í mörg horn er að líta þegar kemur að því að halda Smáþjóðaleika. Á samráðsfundi skipulagsnefndar smáþjóðaleikanna og sérsamband sem taka þátt í leikunum var farið yfir helstu atriði sem huga þarf að í kringum leikana og nú þegar að rúmt ár er til stefnu. Óskar Örn Guðbrandsson, verkefnastjóri Smáþjóðaleikanna, fór yfir stöðu mála almennt. Fleiri tóku til máls, en meðal annars var farið yfir mál sem tengjast hótelum, samgöngum, fæði þátttakenda og fjárhagshlutann. Áhersla var lögð á hversu mikilvægt það er að hugsa til framtíðar þegar að leikar af þessari stærð eru haldnir, til dæmis nýtist það sem kaupa þarf íþróttahreyfingunni í framtíðinni, en ekki einungis á leikunum. Farið var yfir glæsilega hönnunarvinnu sem Elsa Nielsen og Logi Kristjánsson sjá um. Að lokum var Ólympíudagurinn kynntur og sérsambönd hvött til þess að leggja sitt af mörkum til þess að hann verði haldinn í sem flestum félögum á landsvísu. Það er mikill áhugi fyrir Ólympíudeginum, sem er haldinn hátíðlegur þann 23.júní ár hvert, en þá er kjörið tækifæri fyrir sérsambönd að kynna sína íþrótt og sitt íþróttafólk. Einnig er tilvalið að tengja Ólympíudaginn við Smáþjóðaleikana, bæði í ár og á næsta ári þegar að leikarnir verða. 

Myndir með frétt