Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Ágætt ársþing HSÞ

25.03.2014Ársþing HSÞ var haldið á Laugum í Reykjadal sunnudaginn 23. mars síðastliðinn.  Staðsetningin kom ekki síst til vegna þess að HSÞ fagnar aldarafmæli sínu í ár og er saga héraðssambandsins og Laugaskóla á margan hátt samtvinnuð.  Þingið var í alla staði átakalaust og gekk vel vel fyrir sig.  Tillögur sem lágu fyrir þinginu voru allar samþykktar eftir málefnalega umræðu í nefndum sem og í þingsal.  Meðal tillagna má nefna tillögu um breytingu á reglugerð um lottóúthlutun, tillögu að fjárhagsáætlun auk lítilsháttar lagabreytinga.  Þingforseti var Baldur Daníelsson sem stýrði þinginu af röggsemi.  ÍSÍ veitti Ágústu Pálsdóttur silfurmerki ÍSÍ á þinginu en Ágústa hefur starfað lengi að íþróttamálum innan HSÞ, mest í kringum frjálsíþróttir og útbreiðslu þeirra.  Jóhanna Kristjánsdóttir var endurkjörin formaður HSÞ.  Íþróttamður HSÞ var kjörinn Þorsteinn Ingvarsson frjálsíþróttakappi.  Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.  Á myndinni er íþróttafólk HSÞ 2013 í einstökum íþróttagreinum eða fulltrúar þeirra.  Lengst til vinstri er Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ.