Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
16

Góð þátttaka í Lífshlaupinu í ár

27.02.2014Frábær þátttaka var í vinnustaðakeppninni í ár þar sem þátttakendum fjölgaði um 9% á milli ára en alls skráðu 463 vinnustaðir 1349 lið og 13.587 liðsmenn til leiks. Góð þátttaka var einnig í grunnskólakeppninni þar sem 46 skólar skráðu 502 bekki með 7.553 nemendur til leiks.  


Verðlaunaafhending verður á morgun, föstudaginn 28. febrúar, kl. 12:10 - 13:00 í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Í vinnustaðakeppninni fyrir hlutfall daga og mínútna og í grunnskólakeppninni fyrir hlutfall daga.

Úrslit og nánari upplýsingar má sjá inn á  lifshlaupid.is